6 Instagram síður fyrir menningarvita

Stundum viljum við sjá eitthvað annað en myndir af vegan, sykur- og glúteinlausum morgunmat í bland við barna- og kattamyndir. Þá er komin tími á að skoða hvað fleira leynist þarna úti í stafrænum heimi ljósmynda. Hér eru sex Instagrammarar sem gætu glatt margan menningarvitann í léttu skrolli yfir latte dagsins. 

selfies-680x681.jpg

Museum Selfies. Persónur frægra málverka taka selfie-myndir! Sniðugt eða hallærislegt, hver verður að dæma fyrir sig. Flestir hljóta þó að vera sammála um að hugmyndin sé frumleg! 

Frederic Forest teiknar einfaldar og fallegar myndir.

History Photographed. Sagan í myndum. Bak við tjöldin við gerð myndarinnar The Shining. Michael Jackson og Paul McCartney við uppvaskið og ýmislegt fleira. 

Teiknarinn Maja Säfström frá Stokkhólmi teiknar sætar og skemmtilegar fígúrur sem draga fram bros á varir.  

Folded Pages Distillery raðar saman hlutum sem koma fyrir í skáldsögum. Þvílík snilld!

lowery_instagram.jpg

Mike Lowery myndskreytir barnabækur. Á Instagram deilir hann m.a. áhugaverðum staðreyndum með skemmtilegum teikningum sínum.