Vikan 10. - 16. nóvember

11. nóvember, föstudagur

  • Menningarhúsið Hof, kl. 20: Elska: Ástarsögur Norðlendinga: Leikhópurinn Artik hefur í haust safnað saman raunverulegum ástarsögum para víða af norðausturland og unnið úr þeim leikverk.
  • ræni hatturinn, kl. 22: Tónleikar með Babies. Hljómsveitin hefur vakið mikla lukku undanfarin ár á höfuðborgarsvæðinu og leggur nú leið sína til Akureyrar í fyrsta sinn. Þau leika lög eftir Prince, Steely Dan, The Ramones, Toto, David Bowie, Primus, Shaggy og Queen til að nefna nokkra. 
  • Mjólkurbúðin, kl. 20.30: Birgir Sigurðsson: Í túninu heima. 

12. nóvember, laugardagur

  • Menningarhúsið Hof, kl. 12-18: Pop Up. Netverslanir koma saman að selja og kynna vörurnar sínar í Hofi
  • Ráðhústorg, kl. 16: Mótmæli gegn stríðinu í Sýrlandi. 
  • Pósthúsbarinn, kl. 21: Salsaball! Ókeypis byrjendatími í salsa. Allir velkomnir. Síðan hefst fjörið! Þau sem hafa verið á námskeiði dansa í pörum, einnig má bara koma og dansa frjálst við suðræna salsatónlist. Anna Richards mun leiða Ruedu, sem er hringdans og einstaklega skemmtilegur! Vanir herrar bjóða í dans og eru merktir TAXI, allar dömur mega nýta sér þessa þjónustu. 

13. nóvember, sunnudagur

  • Bláa kannan, kl. 11: Heimspekikaffi: Margrét Heinreksdóttir: „Ekki í okkar nafni“. 

14. nóvember, mánudagur

  • Menningarhúsið Berg, Dalvík, kl. 20: Lestur úr nýjum og forvitnilegum bókum og þeir sem vilja geta notið veitinga frá Basalt-café.

15. nóvember, þriðjudagur

  • Listasafnið á Akureyri, kl. 17-17.40: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Jón Stefánsson og listaskóli Matisse. Mun hún fjalla um dvöl Jóns Stefánssonar í listaskóla Henri Matisse í París og þau áhrif sem Jón hafði í kjölfarið á íslenska myndlistarmenn.

16. nóvember, miðvikudagur

  • Háskólinn á Akureyri, kl. 16.15: Dagur íslenskrar tungu - fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Dagskrá í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í boði Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadals og Háskólans Akureyri. Dagskráin samanstendur af tónlistaatriðum, upplestri og erindum.