Vikan 17. - 23. nóvember

17. nóvember, fimmtudagur

 • Kaktus, Kaupvangsstræti 10-12, kl. 21: Skáldkonuleikar. Í tilefni útgáfu ljóðabókarinnar USS heldur Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir skáldkonuleika í Kaktusi. Þar ægir saman glænýjum, óútgefnum lögum og ljóðum um ýmislegt sem til fellur ásamt einu eða tveim dönsuðum ljóðum og spartönskum sellóútsetningum. Allir skáldskapar- og tónlistarunnendur velkomnir, aðgangur ókeypis.
 • Nýja bíó, kl. 22.40: The Accountant. Christian Wolff er stærðfræðingur sem hefur meiri áhuga á tölum en fólki. Hann notar litla endurskoðunarskrifstofu í smábæ sem yfirvarp, fyrir störf sín sem endurskoðandi fyrir hættulegustu glæpasamtök heims. Leikstjóri: Gavin O'Connor, leikarar: Ben Affleck, Anna Kendrick, J.K. Simmons, Jon Bernthal, Jeffrey Tambor og John Lithgow.

18. nóvember, föstudagur

 • Græni hatturinn, kl. 22: David Bowie tribute. Blús-, rokk og jazzklúbburinn á Nesi. Sjö manna hljómsveit ásamt söngvurum mun leika og syngja þekktustu lög Bowie.
 • Menningarhúsið Berg, Dalvík, kl. 12.15: Finnur Friðriksson kennari við Háskólann á Akureyri heldur fyrirlesturinn Hin síkvika tunga: Nokkur orð um málnotkun og málbreytingar. Allir velkomnir og engin aðgangseyrir.
 • Samkomuhúsið, kl. 20: Tónlistar- og leiksýning með Hannesi og Smára. 

19. nóvember, laugardagur

 • Deiglan, kl. 13-18: Lista- og handverksmessa Gilfélagsins. Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk, tónlist og ljóð. Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu. Verið kærlega velkomin!
 • Dvalarheimilið Hlíð, kl. 13-16: Markaðstorg í Hlíð. Verslanir og handverksfólk munu ásamt heimilis- og starfsfólki skapa skemmtilega kaupstaðarstemningu. Kaffisala og lifandi tónlist. Allir velkomnir!
 • Ketilhúsið, kl. 14-16: Alþjóðlegt eldhús. Multicultural council á Akureyri býður Akureyringum upp á smakk frá ýmsum löndum. Aðgangur ókeypis, en tekið verður við frjálsum framlögum. 
 • Mjólkurbúðin, kl. 14-16: Sýningin TÍÐARHVÖRF í Mjólkurbúðinni laugardag og sunnudag. Jonna tekur á móti ykkur og allir eru velkomnir.
 • Akureyrarflugvöllur, Skýli 13, kl. 16: Karlakór Akureyrar - Geysir ásamt Önnu Richardsdóttur. Sjónræn tónlistarupplifun. Kórstjóri: Hjörleifur Örn Jónsson, danshöfundur: Anna Richardsdóttir, undirleikari: Risto Laur. 
 • Samkomuhúsið, kl. 20: Tónlistar- og leiksýning með Hannesi og Smára. 
 • Akureyri Backpackers, kl. 21: Tónleikar með The Living Arrows.
 • Græni hatturinn, kl. 22: Shades of Reykjavík. Ein vinsælasta hip hop hljómsveit landsins ásamt Smjörva og Hrnnr.

20. nóvember, sunnudagur

 • Bláa kannan, kl. 11: Heimspekikaffi. Sigrún Sveinbjörnsdóttir flytur erindið „Stjórna ég hugsunum mínum.“ Allir hjartanlega velkomnir í notalega samveru og innihaldsríkar samræður.
 • Mjólkurbúðin, kl. 14-16: Sýningin TÍÐARHVÖRF í Mjólkurbúðinni laugardag og sunnudag .Jonna tekur á móti ykkur og allir eru velkomnir.
 • Akureyrarkirkja, kl. 16: Orgeltónleikar. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur verk Páls Halldórssonar, fyrsta organista Hallgrímskirkju. Aðgangur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar Unicef. 
 • Menningarhúsið Hof kl. 16: Ástríður og tregaljóð. Tregafull ensk sönglög í bland við blóðheita gítar- og sellótónlist frá Rómönsku Ameríku og Suður Evrópu. Miðaverð 2.000 kr. 

22. nóvember, þriðjudagur

 • Listasafnið á Akureyri, kl. 17: Þriðjudagsfyrirlestur. Gústav Geir Bollason verður með fyrirlestur í Ketilhúsinu. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.