Vikan 1. - 7. desember

1. desember, fimmtudagur

 • Háskólinn á Akureyri, kl. 13-15.30: Fullveldishátíð/þjóðfundur. Sjá dagskrá á heimsíðu háskólans
 • Listasafnið á Akureyri, kl. 12.15-12.45: Leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um útskriftarsýningu listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi og útskriftarnemendur taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
 • Flóra, kl. 17-19: Opnun sýningarinnar Misminni. Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir.
 • Dalvík, kl. 19-22: Aðventurölt í Dalvíkurbyggð. Tilboð, smakk, markaður, kósýheit, kertaljós og óvæntar uppákomur. 
 • Félagsheimilið Laugaborg, Eyjafjarðarsveit, kl. 20: Árleg fullveldishátíð. Hin bráðskemmtilegu vandræðaskáld Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason skemmta. Aðgangseyrir 2000 kr. (enginn posi).

2. desember, föstudagur

 • Rauði Krossinn, Viðjulundi 2, kl. 10-18: Flóamarkaður Rauða krossins. 
 • Öldrunarheimilið Hlíð (í salnum), kl. 13.30: Jón Hjaltason sagnfræðingur flytur erindi um stærstu brunana á Akureyri 1901, 1906 og 1969 þegar Iðunn brann og hluti Gefjunar. Allir velkomnir!
 • Miðbærinn Akureyri, til kl. 22: Kertakvöld. Rökkurró og huggulegheit. Öll götuljós slökkt. Verslanir opnar til kl. 22.

3. desember, laugardagur

 • Rauði Krossinn, Viðjulundi 2, kl. 10-16: Flóamarkaður Rauða krossins. 
 • Amtsbókasafnið, kl. 11.30: Barnabókakynning Akureyrarakademíunnar og Amtsbókasafnsins. Sævar Helgi Bragason kynnir bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna. Margrét Tryggvadóttir kynnir Íslandsbók barnanna. Óvæntur leynigestur og góðgæti.
 • Strandgata 3, kl. 12-17: Jólamarkaður. Fatnaður á dúkkur, börn og fullorðna.
 • Leikafangasýningin Friðbjarnarhúsi, Aðalstræti, kl. 13-15: Opið 3., 10., og 17. des. Aðgangseyrir: 800 kr. Ókeypis fyrir börn (enginn posi). 
 • Minjasafnið á Akureyri kl. 13-16: Jólasýning. Opið daglega.
 • Salur Myndlistarfélagsins, kl. 14: Guðrún Pálína opnar sýningu sína „Á ferð og flugi“.
 • Deiglan, 14-18: Guðmundur Ármann og Ragnar Hólm opna myndlistarsýningu sína Lifandi vatn. Aðeins þessi eina sýningarhelgi!

4. desember, sunnudagur

 • Akureyrarkirkja, kl. 11: Guðsþjónusta. Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi fjallar um heimilislíf yfir hátíðirnar. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
 • Bláa kannan, kl. 11: Heimspekikaffi. Jón Björnsson flytur erindið „Endaskipti á æviferlinum“.
 • Strandgata 3, kl. 12-17: Jólamarkaður. Fatnaður á dúkkur, börn og fullorðna.
 • Minjasafnið á Akureyri kl. 13-16: Jólasýning. Opið daglega.
 • Gamli bærinn Laufási, kl. 13.30-16: Jólaandinn svífur yfir Gamla bænum. Þar verður ilmur af hlóðum og hangikjöti í bland. Óviðjafnanleg jólastemning! Nánari upplýsingar á síðu Minjasafnins
 • Deiglan, 14-18: Guðmundur Ármann og Ragnar Hólm opna myndlistarsýningu sína Lifandi vatn. Aðeins þessi eina sýningarhelgi!
 • Gamli Lundur við Eiðsvöll, kl. 14-17: Jólabasar til styrktar líknarfélaginu Alfa Akureyri. Ágóðinn rennur óskiptur til þeirra sem minna mega sín á Akureyri og nágrenni. Allir velkomnir.
 • Deiglan, kl. 15-18: Grafíkmessa Gilfélagsins. Þátttakendur fá að skera tréristu og handþrykkja nokkur eintök af myndinni sem verður skorin í birkikrossvið. Verið velkomin til þátttöku, ekkert gjald allt efni á staðnum.
 • Akureyrarkirkja, kl. 20: Hátíð: útgáfutónleikar Hildu Örvars. Miðasala á tix.is.

7. desember, miðvikudagur

 • Aflið, Gamla spítalanum Aðalstræti 14, kl. 17: Opið hús í nýju húsnæði. Starfsemin kynnt í tilefni af 16  daga átaki gegn kybundnu ofbeldi. Boðið verður upp á veitingar. Allir velkomnir!
 • Amtsbókasafnið, kl. 17: Bókakynning og upplestur. Jón Hjalta og Magnús læknir kynna bækur sínar.