Grafísk hönnun í MYNDAK hannar fyrir Langabúr - MILLI YFIRFERÐ

Nemendur í grafískri hönnun í Myndlistarskólanum á Akureyri hafa að undanförnu setið námskeiðið Ís í boxi þar sem þeir hanna umbúðir, lógó og útlit fyrir verslunina Langabúr. Langabúr, sem staðsett er í Gránufélagsgötu (JMJ húsið, á móti Vínbúðinni) er í eigu Guðna Hannesar Guðmundssonar mjólkurfræðings og Indu Bjarkar Gunnarsdóttur leikskólastjóra. Verslunin er ostabúð og matvöruverslun með íslenska og erlenda osta ásamt matvörum beint frá býli, heimavinnsluaðilum og smærri framleiðendum. Á námskeiðinu læra nemendur að vinna fyrir raunverulegan viðskiptavin undir dyggri handleiðslu vöruhönnuðarins Almars Alfreðssonar. 

Verkefnum er skipt niður eftir árum. Fyrsta árið í grafískri hönnun hannar umbúðir fyrir svokallaða smakkpakka og/eða gjafaöskju. Annað árið útbýr umbúðir fyrir skyrtertu. Þriðja árið fékk það verkefni að hanna umbúðir fyrir vöru sem eingöngu er framleidd og seld í Langabúri. Sú vara heitir Kúluskítur og heitir eftir náttúrufyrirbrigði sem aðeins vex á tveimur stöðum í heiminum, við Akanvatn í Japan og í Mývatnssveit. 

„Við hjónin settumst niður og hugsuðum um vöru sem við gætum búið til og selt í Langabúri sem væri algjörlega okkar og eitthvað sérstakt. Inda horfði til náttúrunnar í þeim efnum og var hugsað til sinnar sveitar og spurði mig hvort hægt væri að búa til ost sem liti út eins og þörungurinn á botni Mývatns, kúluskíturinn.“

Kúluskítur er í raun vefur hárfínna þráða sem vaxa út frá miðju og mynda þannig kúlulaga flóka. Hver kúla er sjálfstæð planta sem liggur laus frá botni vatnsins. Talið er að hann lifi einungis á örfáum stöðum í heiminum, við Akanvatn í Japan og í Mývatnssveit. Ostur sem framleiddur er í Langabúri heitir einnig Kúluskítur. 

Kúluskítur er í raun vefur hárfínna þráða sem vaxa út frá miðju og mynda þannig kúlulaga flóka. Hver kúla er sjálfstæð planta sem liggur laus frá botni vatnsins. Talið er að hann lifi einungis á örfáum stöðum í heiminum, við Akanvatn í Japan og í Mývatnssveit. Ostur sem framleiddur er í Langabúri heitir einnig Kúluskítur. 

Guðna leist strax vel á hugmynd konu sinnar og ákvað að nota silung í ostinn. „Flóknara var að finna eitthvað grænt utan á hann án þess að það myndi eyðileggja bragðið af ostinum. Dill varð fyrir valinu. Þess vegna minnir kúluskíturinn marga á grafinn silung eða lax en öðrum finnst hann minna sig á reyktan ost.“ 

„Tveimur konum þykir best að borða hann beint upp úr dollunni með skeið. Við vorum pínu hissa þegar við komumst að því að báðar heita þær Hrafndís og þekkjast ekki neitt.“
 

Best er að leyfa kúluskítnum að standa við stofuhita minnst hálftíma fyrir neyslu. Þá verður hann mjúkur og bragðið nýtur sín betur. Kúluskíturinn passar m.a. vel á kex ásamt góðri sultu eða hlaupi.

Föstudaginn 3. mars verður loka yfirferð þar sem nemendur kynna fyrir kennurum og eigendum Langabúrs afrakstur verkefnisins. Á meðfylgjandi myndum er því aðeins um milli yfirferð að ræða. Í kjölfar lokaskila verður slegið upp hönnunarsýningu í Deiglunni kl. 20-23. Allir velkomnir! 

Inda Björk Gunnarsdóttir og Guðni Hannes Guðmundsson, eigendur Langabúrs.

Inda Björk Gunnarsdóttir og Guðni Hannes Guðmundsson, eigendur Langabúrs.

Hver er ykkar sýn á framvindu verkefnisins?

Guðni: „Okkur finnst hún alveg frábær. Gaman að sjá hvað það eru fjölbreyttar, skemmtilegar og ólíkar hugmyndir. Þær ýta undir fleiri hugmyndir hjá okkur sjálfum. Eins og bara við það að sjá umbúðir á skyrtertunum þá eru við strax farin að sjá fyrir okkur línu með fleiri bragðtegundum. Við erum mjög spennt yfir þessu.“ 

Inda: „Mér finnast hópurinn vera frábærlega flinkur. Eins og Guðni segir, það er þetta með ímyndunaraflið og hugmyndaflugið. Maður er oft svo kassalaga sjálfur þess vegna finnst mér frábært að fá svona flotta hugsuði inn í þetta. Þau er líka að gera allskonar. Þau eru að prufa sig áfram með pappír, gera tilraunir með útlitið, hlusta á okkur en á sama tíma að þróa. Það er engin hugmynd lík annarri, þetta er svo fjölbreytt. Það er alveg frábært sko!“

VERK NEMENDA FYRIR LANGABÚR - MILLI YFIRFERÐ

SKYRTERTA Aldís Marta Sigurðardóttir: „Umbúðirnar eru sexhyrnt form sem mynda skemmtilega stemningu eitt og sér eða mörg saman.“

SKYRTERTA
Aldís Marta Sigurðardóttir:
„Umbúðirnar eru sexhyrnt form sem mynda skemmtilega stemningu eitt og sér eða mörg saman.“

SMAKKPAKKAR/GJAFAASKJA Aðalborg Birta Sigurðardóttir „Mig langaði að búa til smakk umbúðir úr einhverju öðru enn pappa. Mig langaði líka að nota eitthvað sem væri endurnýtanlegt, eitthvað sem fer ekki í ruslið eftir eina notkun. Ég ákvað því að gera poka úr efni með Langabúrs logoinu á, fallegur poki sem maður getur notað aftur og er stanslaus auglýsing.“

SMAKKPAKKAR/GJAFAASKJA
Aðalborg Birta Sigurðardóttir
„Mig langaði að búa til smakk umbúðir úr einhverju öðru enn pappa. Mig langaði líka að nota eitthvað sem væri endurnýtanlegt, eitthvað sem fer ekki í ruslið eftir eina notkun. Ég ákvað því að gera poka úr efni með Langabúrs logoinu á, fallegur poki sem maður getur notað aftur og er stanslaus auglýsing.“

SKYRTERTA Þóra Soffía Gylfadóttir: „Hugmynd að skyrtertuboxi þar sem innblásturinn kemur frá skyrgerð í gamla daga. Viðarmynstrið er tilvísun í kerald sem er ílát þar sem skyrið var látið þykkna. Lögun formsins er fimmhyrningur sem er innblástur á burstabær eða búrið eins og í lógói Langabúrsins. Gluggi er á umbúðunum svo hægt sé að sjá innihaldið. Umbúðirnar eru vaxbornar og þarf því ekki plast í botninn. Upplifunin er skemmtileg þegar formið er opnað. Litaskiptingin segir til um hvar það opnast.“

SKYRTERTA
Þóra Soffía Gylfadóttir:
„Hugmynd að skyrtertuboxi þar sem innblásturinn kemur frá skyrgerð í gamla daga. Viðarmynstrið er tilvísun í kerald sem er ílát þar sem skyrið var látið þykkna. Lögun formsins er fimmhyrningur sem er innblástur á burstabær eða búrið eins og í lógói Langabúrsins. Gluggi er á umbúðunum svo hægt sé að sjá innihaldið. Umbúðirnar eru vaxbornar og þarf því ekki plast í botninn. Upplifunin er skemmtileg þegar formið er opnað. Litaskiptingin segir til um hvar það opnast.“

SKYRTERTA Kristrún Eyjólfsdóttir:  „Hugmyndin mín byggist á því að gera skyrkökuna að meiri lúxusvöru og jafnframt að upplifun í heild.  Lengdin á umbúðunum er tenging í langa-búr og skúffan leiðir smátt og smátt í ljós lúxusinn sem í vændum er, allt reynt til að þetta verði sem girnilegast.“

SKYRTERTA
Kristrún Eyjólfsdóttir: 
„Hugmyndin mín byggist á því að gera skyrkökuna að meiri lúxusvöru og jafnframt að upplifun í heild.  Lengdin á umbúðunum er tenging í langa-búr og skúffan leiðir smátt og smátt í ljós lúxusinn sem í vændum er, allt reynt til að þetta verði sem girnilegast.“

KÚLUSKÍTUR Heiðar Brynjarsson:  „Kúluskíturinn í Langbúri hefur svo sannalega verið krefjandi verkefni. Maður hefur þurft að velta sér upp úr allskyns pælingar til að þessi varan nái að njóta sín útlitslega en einnig haldi áferðar og bragðgæðum. Notendagildi, einfalt útlit og ódýr lausn hefur drifið mína hugmynd í þá niðurstöðu sem ég er kominn með.“

KÚLUSKÍTUR
Heiðar Brynjarsson: 
„Kúluskíturinn í Langbúri hefur svo sannalega verið krefjandi verkefni. Maður hefur þurft að velta sér upp úr allskyns pælingar til að þessi varan nái að njóta sín útlitslega en einnig haldi áferðar og bragðgæðum. Notendagildi, einfalt útlit og ódýr lausn hefur drifið mína hugmynd í þá niðurstöðu sem ég er kominn með.“

SKYRTERTA Tinna Dögg Magnúsdóttir: „Fyrir mér var mikilvægt að hanna umbúðir utan um skyrtertuna sem endurspegluðu gæði innihaldsins. Ég vissi frá byrjun að ég vildi að kúnninn gæti séð skyrtertuna og þar með lagskiptingu hennar með þvi að notast við glær plastmál. Einnig vildi ég nota endurunninn pappa til að vega uppá móti plastinu, sem á sama tíma gefur umbúðunum lífrænt "lúkk".“

SKYRTERTA
Tinna Dögg Magnúsdóttir:
„Fyrir mér var mikilvægt að hanna umbúðir utan um skyrtertuna sem endurspegluðu gæði innihaldsins. Ég vissi frá byrjun að ég vildi að kúnninn gæti séð skyrtertuna og þar með lagskiptingu hennar með þvi að notast við glær plastmál. Einnig vildi ég nota endurunninn pappa til að vega uppá móti plastinu, sem á sama tíma gefur umbúðunum lífrænt "lúkk".“

SKYRTERTA Kristjana Katla Ragnarsdóttir:  „Þessar umbúðir sem eru fyrir skyrtertu eru gerðar til að vera einfaldar. Formið gerði ég sjálf og það flest alveg út. Eftir að það er brotið saman er því haldið með teygju. Tertuna má borða beint upp úr boxinu.“ 

SKYRTERTA
Kristjana Katla Ragnarsdóttir: 
„Þessar umbúðir sem eru fyrir skyrtertu eru gerðar til að vera einfaldar. Formið gerði ég sjálf og það flest alveg út. Eftir að það er brotið saman er því haldið með teygju. Tertuna má borða beint upp úr boxinu.“ 

KÚLUSKÍTUR Finnur Sigurðsson:  „Form öskjunar vísar í langabúr, burstabæ, "kirkjuna" í Dimmuborgum. Litirnir eru teknir úr logoi Langabúrs, botni Mývatns og rauðum maga bleikjunnar á hrygningar tímabilinu. Hugmyndin er sú að hægt sé að opna öskjuna og fá aðgengi að ostinum án þess þó að þurfa að handleika hann um of.“

KÚLUSKÍTUR
Finnur Sigurðsson: 
„Form öskjunar vísar í langabúr, burstabæ, "kirkjuna" í Dimmuborgum. Litirnir eru teknir úr logoi Langabúrs, botni Mývatns og rauðum maga bleikjunnar á hrygningar tímabilinu. Hugmyndin er sú að hægt sé að opna öskjuna og fá aðgengi að ostinum án þess þó að þurfa að handleika hann um of.“

KÚLUSKÍTUR Heiðdís Halla Bjarnadóttir: „Innblásturinn að Kúluskíts/osta pakkningunni er sóttur í Mývatnsferð sem ég fór í síðasta haust.  Það var fallegt veður og fjöllin og himininn spegluðust í lignu vatninu, í ljósaskiptunum varð himininn síðan rauð-appelsínugulur. Fegurðin ótrúleg! Hugmyndin að tígulforminu er sótt í speglun fjallanna í Mývatni og appelsínugula munstrið er unnið útfrá sömu hugmynd með vísun í haustliti náttúrunnar og kvöldroðann.  Blátt innra byrði pakkningarinnar á síðan að vísa enn frekar í Mývatn og hvaðan fiskurinn í ostinum kemur.“

KÚLUSKÍTUR
Heiðdís Halla Bjarnadóttir:
„Innblásturinn að Kúluskíts/osta pakkningunni er sóttur í Mývatnsferð sem ég fór í síðasta haust.  Það var fallegt veður og fjöllin og himininn spegluðust í lignu vatninu, í ljósaskiptunum varð himininn síðan rauð-appelsínugulur. Fegurðin ótrúleg!
Hugmyndin að tígulforminu er sótt í speglun fjallanna í Mývatni og appelsínugula munstrið er unnið útfrá sömu hugmynd með vísun í haustliti náttúrunnar og kvöldroðann.  Blátt innra byrði pakkningarinnar á síðan að vísa enn frekar í Mývatn og hvaðan fiskurinn í ostinum kemur.“

KÚLUSKÍTUR Kristín Anna Kristjánsdóttir: „Kúluskítur er úrvals afurð. Hann er gæða ostur sem inniheldur reyktan silung. Í hönnun minni fanga ég form fisksins, gef því nýjan og nytsaman tilgang sem veitir neytandanum upplýsingar um innihald vörunnar. Blái liturinn kallar fram tilfinningu fyrir lúxus vöru sem geymir konfektmola ostameistarans á horninu.“

KÚLUSKÍTUR
Kristín Anna Kristjánsdóttir:
„Kúluskítur er úrvals afurð. Hann er gæða ostur sem inniheldur reyktan silung. Í hönnun minni fanga ég form fisksins, gef því nýjan og nytsaman tilgang sem veitir neytandanum upplýsingar um innihald vörunnar. Blái liturinn kallar fram tilfinningu fyrir lúxus vöru sem geymir konfektmola ostameistarans á horninu.“

KÚLUSKÍTUR Tómas Örn Eyþórsson: „Í þessari hönnun ákvað ég eftir nokkrar tilraunir að  best að fara sem einfaldasta leið þar sem ég var að horfa til kostnaðar og annara hluta tengdum þeim parti. Í byrjun vildi ég útbúa umbúðir sem vísuðu til hörpuskeljar, en endaði fljótlega á að bakka úr þeirri hugsun vegna þess hve óhagstæð lögun það er, ég taldi betra að halda mig við lögun sem hægt væri að stafla upp og auðvelt að raða upp en hélt samt í þá hugsun að umbúðirnar væru í tvemur pörtum.“

KÚLUSKÍTUR
Tómas Örn Eyþórsson:
„Í þessari hönnun ákvað ég eftir nokkrar tilraunir að  best að fara sem einfaldasta leið þar sem ég var að horfa til kostnaðar og annara hluta tengdum þeim parti. Í byrjun vildi ég útbúa umbúðir sem vísuðu til hörpuskeljar, en endaði fljótlega á að bakka úr þeirri hugsun vegna þess hve óhagstæð lögun það er, ég taldi betra að halda mig við lögun sem hægt væri að stafla upp og auðvelt að raða upp en hélt samt í þá hugsun að umbúðirnar væru í tvemur pörtum.“

SMAKKPAKKAR/GJAFAASKJA Þóra Dögg Jónsdóttir: „Ég ákvað að hafa pappa og lagði upp með að hafa öskjuna einfalda og ódýra. Þegar askjan er opnuð breytist hún í nokkurskonar bakka sem hægt væri að bera ostana fram á. Þægileg, einföld og falleg askja.“

SMAKKPAKKAR/GJAFAASKJA
Þóra Dögg Jónsdóttir:
„Ég ákvað að hafa pappa og lagði upp með að hafa öskjuna einfalda og ódýra. Þegar askjan er opnuð breytist hún í nokkurskonar bakka sem hægt væri að bera ostana fram á. Þægileg, einföld og falleg askja.“

KÚLUSKÍTUR Birna Dröfn Pálsdóttir: „Markmið mitt var að brjóta mig út frá hring/kassa forminu sem við sjáum oft í verslunum nú til dags. Færði mig því út í geometrísk form, með það í huga að reyna koma frá mér vöru sem væri auðvelt að meðhöndla, bæði í verslun og þegar neytandinn er kominn með vöruna í hendurnar.“

KÚLUSKÍTUR
Birna Dröfn Pálsdóttir:
„Markmið mitt var að brjóta mig út frá hring/kassa forminu sem við sjáum oft í verslunum nú til dags. Færði mig því út í geometrísk form, með það í huga að reyna koma frá mér vöru sem væri auðvelt að meðhöndla, bæði í verslun og þegar neytandinn er kominn með vöruna í hendurnar.“

ÚTLIT OG LÓGÓ Anton Darri: „Verkefnið mitt mjög skemmtilegt, krefjandi, lærdómsríkt. Ég er mikið að vinna með liti og form. stærsti hlutinn í mínu verkefni er að einfalda logoið og vinna með það á límmiðum, stimplum og utaná búðinni.“

ÚTLIT OG LÓGÓ
Anton Darri:
„Verkefnið mitt mjög skemmtilegt, krefjandi, lærdómsríkt. Ég er mikið að vinna með liti og form. stærsti hlutinn í mínu verkefni er að einfalda logoið og vinna með það á límmiðum, stimplum og utaná búðinni.“

SMAKKPAKKAR/GJAFAASKJA Kristinn Aron Gunnarsson: „Um er að ræða bakka sem lítur út eins og víkingaskip ofan séð frá. Umbúðirnar eru gerðar úr pappa eða spón med merki Langabúrs í miðjunni. Verkefnið er að mestu unnið í höndunum.“ 

SMAKKPAKKAR/GJAFAASKJA
Kristinn Aron Gunnarsson:
„Um er að ræða bakka sem lítur út eins og víkingaskip ofan séð frá. Umbúðirnar eru gerðar úr pappa eða spón med merki Langabúrs í miðjunni. Verkefnið er að mestu unnið í höndunum.“ 

SKYRTERTA Valdís Lilja Valgeirsdóttir: „Langabúr er fjölskyldufyrirtæki þess vegna vildi ég vinna svolítið út frá því þar sem ég kem sjálf úr stórri fjölskyldu. Ég leita í gamlan tíma og nota ekki plast. Notast við krukkur sem fólk getur komið með aftur og fengið aftur skyrtertu í. Einnig er leikur inni í boxinu sem fjölskyldan getur skemmt sér á meðan þau gæða sér á skyrtertunni.“

SKYRTERTA
Valdís Lilja Valgeirsdóttir:
„Langabúr er fjölskyldufyrirtæki þess vegna vildi ég vinna svolítið út frá því þar sem ég kem sjálf úr stórri fjölskyldu. Ég leita í gamlan tíma og nota ekki plast. Notast við krukkur sem fólk getur komið með aftur og fengið aftur skyrtertu í. Einnig er leikur inni í boxinu sem fjölskyldan getur skemmt sér á meðan þau gæða sér á skyrtertunni.“

Allir eru velkomnir í Deigluna á föstudagskvöldið að virða fyrir sér afrakstur þessa skemmtilega námskeiðs sem þá hefur þróast enn frekar. Sjón er sögu ríkari!