LAKKRÍS ÆVINTÝRI
„Árið 2007 í bænum Svaneke á Borgundarhólmi, bjó 23 ára gamall maður að nafni Johan. Móðir hans hafði í uppeldinu hvatt hann til að skapa. Ekki endilega verk sem mætti græða á heldur frekar eitthvað frá hjartanu. Johann velktist ekki vafa um hver efniviður sinn yrði. Hann elskaði lakkrís og var sannfærður um að allar unaðssemdir lífsins leyndust í hrárri og trefjaríkri lakkrísrótinni.“
(www.liquorice.nu)
Nú fást lakkrís vörur Johan Bülow í verslunum víða um heim þar á meðal í Sjoppunni hér á Akureyri. Gúttó hefur í samstarfi við Sjoppuna búið til uppskrift að gourmet súkkulaði drykk þar sem lakkrís vörur Johan Bülow koma við sögu. Drykkurinn heitir Lakkrís ævintýri og er skapaður beint frá hjartanu. Verði ykkur að góðu!
INNIHALD
1 l mjólk
125 g dökkt súkkulaði (70% kakó eða dekkra)
2 stórar skeiðar SWEET LIQUORICE SYROP
150 ml rjómi, þeyttur
FINE LIQUORICE POWDER eftir smekk
LAKRIDS kúlur með kirsuberjabragði. Jólalakkrís ársins 2016.
AÐFERÐ
- Hitið mjólkina að suðu og bætið súkkulaðinu í bitum út í heita mjólkina.
- Takið af hitanum og hrærið í þar til súkkulaðið hefur bráðnað saman við mjólkina.
- Bætið lakkrís sýrópinu saman við.
- Hellið súkkulaðinu í 4 stóra bolla og setjið þeyttan rjóma ofan á.
- Stráið lakkrís duftinu yfir eftir smekk.
- Skreytið með Lakrids kúlunum.
VEGAN ÚTGÁFA
Fyrir þau ykkar sem vilja veganize-a uppskriftina þá er það hið minnsta mál. Þá er notast við mjólkurlaust súkkulaði og kúamjólkinni er skipt út fyrir aðra mjólk að eigin vali. Svo er annað hvort hægt að sleppa rjómanum eða nota kókosrjóma. Ég prufaði kókosrjómann Soyatoo sem fæst í Nettó.