Um Gúttó

Velkomin á vefmiðilinn Gúttó. Tónleikar, leiksýningar, listasýningar, gjörningar, kvikmyndir og ljóðaupplestrar. Gúttó hefur áhuga á þessu öllu og meira til. Gúttó tekur viðtöl við skapandi einstaklinga og fyrirtæki á Akureyri og í nágrenni og birtir þau hér á þessari síðu. Tilgangur miðilsins er að kynna fyrir áhugasömum þá miklu grósku sem að finna í menningu hér á norðurlandi.

Ath. Mikið er lagt upp úr sjónrænum þætti síðunnar. Þess vegna birtast aðeins umfjallanir og viðtöl þar sem undirrituð tekur sjálf myndir sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni til þess að skapa heildstætt útlit. 

Hvers vegna nafnið Gúttó?
Á 19. og 20. öld reisti regla Góðtemplara leikhús og samkomuhús víða um landið. Þessi hús voru oft nefnd Gúttó og voru (og eru) vöggur menningarlífs á þeim stöðum sem þau voru reist á.  
Gúttó stendur fyrir sköpun og samfélag.

Vefmiðillinn er í eigu Berglindar M. Valdemarsdóttur. 
Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá vinsamlegast sendu póst á berglindmari@gmail.com eða sendu skilaboð á Facebook síðu Gúttó