Franska kvikmyndahátíðin í Borgarbíó 28. jan.-3. feb.

Parlei vú fransei? 

Skiptir ekki öllu, en skrepptu endilega í bíó um helgina!

Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français og kanadíska sendiráðið, kynna Frönsku kvikmyndahátíðina sem fram fer dagana 28. janúar - 3. febrúar á Akureyri. Myndirnar sem sýndar verða á Akureyri eru fimm talsins, þar á meðal opnunarmynd hátíðarinnar Elle og teiknimyndin Phantom Boy. Fjölbreytnin í fyrirrúmi, svo að allir ættu að finna mynd við sitt hæfi. Allar eru myndirnar með enskum texta, nema teiknimyndin sem er með íslenskum texta.

Hún
Opnunarmynd hátíðarinnar er nýjasta kvikmynd Pauls Verhoevens, Elle (2016). Myndin er sálfræðitryllir af bestu gerð. Hún var opinbert val á Cannes kvikmyndahátíðinni 2016. Aðalleikkona myndarinnar, Isabelle Huppert fer afar vel með hlutverk sitt í myndinni og hefur nú þegar hlotið fern verðlaun fyrir leik sinn, meðal annars Gotham verðlaunin í New York. Núna síðast hreppti myndin Golden Globe verðlaunin fyrir bestu erlendu myndina og bestu leikkonu í dramaflokki sem og Critics’ Choice verðlaun fyrir bestu erlendu mynd.

Sýnd fim. 26. jan. kl. 17.30 og þri. 31. jan. kl. 17.30.

Með höfuðið hátt
Malony er sinn eigin versti óvinur. Hann elst upp hjá ungri móður sinni sem er óábyrg, óstöðug og háð eiturlyfjum. Hann hefur komist í kast við bæði skólann og lögin síðan hann var sex ára gamall. En Florence Blaque, frá unglingadómsstólnum, og kennari hans, Yann, eru sannfærð um að þau get bjargað Malony frá sjálfum sér og ofbeldishneigðum háttum sínum. Emmanuelle Bercot leiðir hér úrvalslið gamanleikara, Catherine Deneuve, Benoit Magimel og Rod Paradot, í mynd sem skoðar samfélagið á kröftugan og hrífandi hátt.
Sýnd mán. og fös. kl. 17.40.

Stór í sniðum
Diane er falleg og aðlaðandi kona. Hún er stjörnulögfræðingur, glaðlynd og hefur að geyma mikinn persónuleika. Nú þegar óhamingjusamt hjónaband hennar er að baki hefur hún pláss til að hitta þann eina rétta. Það virðist ætla að ganga erfiðlega, allt þar til hún fær símtal fá Alexandre nokkrum en hann fann farsímann hennar. Á meðan á símtalinu stendur þá gerist eitthvað mjög sérstakt. Alexandre er kurteis, skemmtilegur, menningarlega sinnaður ... Hann heillar Diane upp úr skónum. Í kjölfarið ákveða þau að hittast. En stefnumótið fer á annan veg en ætlað var ... Heillandi og rómantísk gamanmynd sem sýnir lífið á skoplegan hátt.
Sýnd lau. og mið. kl. 17.40.

Hvorki himinn né jörð
Afghanistan 2014. Það líður að heimkvaðningu herliðsins frá Afganistan, þegar Antarès Bonassieu kapteinn og liðssveit hans eru sendir í eftirlit í afskekktum dal í Wakhan, á landamærum Pakistan. Þótt Antarès og menn hans leggi sig alla fram þá missa þeir smám saman tökin í héraðinu sem sagt var friðsælt. Eina nóttina byrja hermennirnir í dalnum að hverfa, einn af öðrum, á mjög dularfullan hátt. 
Fyrsta mynd leikstjórans Cléments Cogitores í fullri lengd, afhjúpar hæfileika hans í að blanda saman stríðsdrama, frumspekilegri íhugun og frábærri sögu. Algjör opinberun.
Sýnd sun., mán. og fim. 17.40

Huldudrengurinn
Leó er 11 ára og býr yfir undraverðurm kröftum. Hann aðstoðar hreyfihamlaða lögreglumanninn Alex í baráttunni gegn hættulegum glæpon sem ætlar leggja New York borg undir sig með tölvuvírus. Leó og Alex hafa einungis 24 tíma til að bjarga borginni ...  Huldudrengurinn (Phantom Boy) er bæði spennu- og ofurhetjumynd, frábærlega hönnuð teiknimynd, skemmtileg og áhrifamikil, fyrir alla aldurshópa. Myndin er á frönsku og með íslenskum texta.

Sýnd lau. og sun. kl. 15.40

phantom_boy_poster.jpg